-
Að skapa heiminn
Þróunarverkefni í leikskólunum Foldakoti, Funaborg, Lyngheimum, Seljakoti, Sólbakka og Sæborg 2009-2010
Tilgangurinn með þróunarverkefninu var að festa í sessi samvinnu leikskóla sem vinna í anda hugmynda og nálgunar í Reggio Emilia. Einnig var ætlunin að dýpka þekkingu starfsmanna leikskólanna í þessum fræðum og gera þá öruggari í starfi sínu. Verkefnið hófst vorið 2009 og stóð til loka árs 2010. Lögð var áhersla á að leikskólarnir settu sín eigin markmið og leiðir.
Gaman ef foreldrar gætu hjálpað okkur að safna ýmsu sem til fellur :)
Tillögur að hlutum í safnið:
- Stórar dósir með ávölum börmum
- Öskjur úr pappa eða tré með eða án loks.
- Kökubox
- Eggjabakkar
- plastflöskur með breiðum stút
- Ullardúskar
- Tvinnakefli
- Borðtenniskúlur
- skyr og jógúrtdósir
- pottar
- skeiðar, sleifar og áhöld
- stórir hnappar, gardínuhringir
- gamlir lyklar, plastarmbönd
- Pappahólkar af ýmsum stærðum
- Rör
- Hárrúllur
- Þvottaklemmur úr tré
- Allskonar borðar og slæður
- Keðjur af ýmsum stærðum og gerðum
- Könglar
- plastkryddstaukar
- krukkulok
- tunguspaðar úr tré
- Hattar
- og margt fleira...
-
Læsi allra mál
Læsi allra mál.
Læsi allra mál er verkefni er lýtur að málþroska og læsi barna í leik og grunnskólum. Það felur í sér vinnu með hagnýtt læsi á öllum námsviðum í fjölmenningarlegu skólastarfi. Að verkefninu koma Þjónustumiðstöð Breiðholts, allir leik og grunnskólar í Breiðholti.
Markmið verkefnisins er að innleiða sameiginlegar læsisstefnur í leik og grunnskólum í Breiðholti í anda lærdómssamfélagsins. Auka áherslu á snemmtæka íhlutun í starfi með mál og læsi og að gripið sé inn í með markvissum hætti eftir þörfum hvers og eins um leið og grunur um vanda vaknar. Að fækka börnum sem þróa með sér sértækan námsvanda. Móta þekkingarsamfélag kennara sem vinna með mál og læsi í fjölmenningarlegu skólaumhverfi. Að mynda samfellu í starfi með mál og læsi frá leikskólabyrjun og út grunnskólann. Virkja foreldra í námi barna sinna með ítarlegri fræðslu um mál og læsi á ólíkum skólastigum.
Unnið verður með samræmdar skimanir þar sem heilu árgangarnir eru skimaðir með sama mælitæki innan alls hverfisins og markviss úrvinnsla úr þeim gögnum. Með því eykst yfirsýn yfir langtímaferil einstakra nemenda og nemendahópa. Þegar niðurstöður úr skimunum liggja fyrir veita sérkennsluráðgjafar og kennsluráðgjafar ráðgjöf og eftirfylgd.
-
Náms- og kynnisferðir
Vorið 2015 fórum við í námsferð til Amsterdam. Skoðaður var leikskóli sem starfar í anda Reggio Emilia og Nemo vísindasafnið. Hér er hægt að lesa nánar um ferðina.
Náms_og_kynnisferð_amsterdam_skýrsla.pdf
Lengi höfðu kennarar við leikskólann talað um að gaman væri að fara út fyrir landsteinana til að kynna sér leikskóla. Á haustmánuðum 2004 var ákveðið að kennarar við leikskólann Seljakot færu í náms- og kynnisferð til Danmerkur.
Náms og kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar 4.– 8. maí 2005