Einkunnarorð Seljakots er frumkvæði - sköpun - tjáning
Seljakot tók til starfa haustið 1996. Í leikskólanum dvelja 72 börn samtímis á aldrinum eins til sex ára. Deildarnar eru fjórar og heita Mýri, Mói, Kot, og Ból. Í Mýri og Móa er yngsti hópurinn, í Koti er miðjuhópurinn og í Bóli er elsti hópurinn. Reynt er að aldurskipta börnunum eins mikið og unnt er hverju sinni. Þannig verður starfið þroskamiðaðra og auðveldara í öllu skipulagi.
Í starfi okkar með börnunum er meðal annars horft til hugmyndafræði Reggio Emilila á Ítalíu en sú hugmyndafræði er þekkt fyrir skapandi starf og gagnrýna hugsun. Lögð er áhersla á að börnin fái tækifæri til að nýta sem flesta hæfileika sína svo þeir geti orðið skapandi, gagnrýnir og sjálfstæðir einstaklingar. Þegar unnið er í anda þessara stefnu er það vinnuferlið sem skiptir mestu máli, þar sem skynjun, forvitni og ímyndunarafla barnsins fær að njóta sín.
Leikskólinn er staðsettur við Rangársel í Seljahverfi, niður við dalinn, mitt á milli Seljakirkju og Ölduselsskóla. Umhverfið er fallegt og ákaflega fjölbreytt með rennandi vatni, trjám og ýmsum gróðri sem bíður upp á ótal útivistarmöguleika.