Á mánudaginn fór útskriftarhópurinn í útskriftarferð í Viðey. Farið var með rútu að Viðeyjarferjunni og ferjan tekin yfir. Labbað um eyjuna, leikið, grillaðar pylsur og fengu börnin prins póló og sápukúlur :) Veðrið var ekki alveg það besta þennan dag en börn og kennarar létu það ekki á sig fá.