Í gær miðvikudag borðuðum við úti síðdegishressingu í fyrsta sinn í sumar. Bíðum spennt eftir fleiri svona dögum á komandi sumri. 😎
Minnum á að setja sólarvörn á börnin heima áður en þau koma í leikskólann. Börn eru viðkvæmari fyrir skaða af völdum sólar en fullorðnir. Því þarf sérstaklega að gæta að sólarvörnum barna. Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum milli apríl og september. Sólin er sterkust kl. 13 og stór hluti varasamrar geislunar dagsins á sér stað milli kl. 10 og 16. Minnum á að koma með sólarvörn í leikskólann í roll on formi. Merkt með nafni barns.