Í Seli eru yngstu börnin og eru þau tólf. Á deildinni starfa Ragnheiður, Ana, Guðbjörg O, Edda, Hanna Liv og Jón Þór. Mikil áhersla er lögð á rólegheit, snertingu og veita börnunum öryggi. Lögð er áhersla á að tekið sé vel á móti hverju barni og að það fái góða ummönnun. Í Seli er unnið með könnunarleikinn. Hann byggist á því að börnin leika sér saman í litlum hópum þar sem þau rannsaka og handfjatla ýmsan efnivið og skapa úr honum ýmis verk (sjá nánar bls. 15. í skólanámskránnni)
-
Starfsfólk
-
Fréttir
Bangsadagur og páskaföndur
Í síðustu viku var bangsadagur og máttu börnin koma með bangsa með sér í leikskólann, þeim þótti mjög gaman að sýna hvort öðru bangsann sinn og fá að kúra með hann í hvíldinni.
Sel - öskudagur
Krakkarnir í Seli skemmtu sér vel á öskudaginn, við fengum snakk í poka og dönsuðum mikið.
sel
Allt gott að frétta af Seli
Við erum búin að nýta góða veðrið vel og förum út eins oft og við getum.
Svo er sumarval á þriðjudögum og fimmtudögum, þá fara 2 börn frá Seli í göngutúr og 1 barn fer í salinn í listsköpun.
Nýjar myndir eru komnar inn í júní albúm hjá Seli
sumarkveðjur frá Seli
Selið - mars
Nú er kominn vorfílingur í okkur, í gær fórum við út eftir kaffi að leika í frábæru veðri.
Gleðilegt nýtt ár
Nú er árið 2010 gengið í garð og við í Seli þökkum kærlegar fyrir góðar stundir á liðnu ári. Könnunarleikur og hópastarf byrjar í næstu viku.
Núna er hann Árni Þór í aðlögun í Seli við bjóðum hann velkominn.
Kveðja frá Seli