Í Koti starfa Erna Karen, Virginía, Hanna Sif, Sara Rós & Guðbjörg B. Miðhópurinn er í Koti og eru börnin tuttugu talsins á aldrinum 2. - 4. ára. Við leggjum mikla áherslu á frjálsa leikinn í Koti. Börnin læra í samskiptum við jafningja, félagsfærni, tilfinningafærni og málþroskinn eykst. Við höldum utan um frjálsa leikinn með því að hafa myndrænt val. Við skiptum börnunum niður á leiksvæði til að skapa meiri næði. Hreyfiþörf er mikil á þessum aldri og förum við tvisvar út á dag ef veður leyfir. Einnig er mikilvægt að leyfa þeim að spreyta sig sjálf á því að klæða sig, þvo á sér hendurnar, ganga frá eftir sig og leggja á borð. Mikilvægt er að leyfa börnunum að upplifa daginn á sínum eigin hraða og getu. Því reynum við að hafa dagskipulagið einfalt og sveigjanlegt.
Skipulagt hópastarf er tvisvar í viku og er alltaf sami hópurinn og sami hópstjórinn allan veturinn. Í hópastarfinu er unnið á mjög fjölbreyttan hátt eftir getu og áhugasviðs hvers hóps. Flæði er svo tvisvar í viku á mánudögum og föstudögum.
-
Starfsfólk
Erna Karen Kristjánsdóttir
Leikskólakennari/deildarstjóri
Hún hefur starfað í Seljakoti frá árinu 2004
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jóhanna Kristbjörg
Líffræðingur og nemi í leikskólafræðum
Hefur starfað í Seljakoti frá árinu 2018.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðbjörg H. Bjarnadóttir
Íþróttakennari
Hefur starfað í Seljakoti frá árinu 2005.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hanna Sif Ingadóttir
Sérkennsla
Hefur starfað í Seljakoti frá árinu 2013.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sara Rós Daengadóttir
Nemi í leikskólafræðum
Hefur starfað í Seljakoti frá 2016.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
-
Fréttir
Fréttir frá koti :-)
Allt gott að frétta af okkur á Koti. Börnin eru búin að fá hlaupabólu hvert af öðru síðastliðin mánuð. Annars hafa þau verið hraust í vetur enda dugleg að taka lýsi !
Fréttir frá koti..
Hér af okkur er allt gott að frétta börnin kát og ánægð þrátt fyrir veikindi undanfarnar vikur. Hópastarfið gengur vel og höfum við verið mikið að skoða og rannsaka nánasta umhverfið okkar og hefur lækurinn og skógurinn heillað. Höfum gert nokkur verkefni og skráningar kringum verkefnið okkar.
Myndasíðan er í einhverju lamasessi en það er verið að vinna í því máli.
Afmælisveislurnar hafa breyst og í staðinn fyrir ís fá börnin flottan borðbúnað, kórónur og sérstaka athygli á afmælisdeginum sínum.
Flottir krakkar hér koti....
kveðja starfsfólk :-)
Jólakveðja
Kæru foreldrar !!
Desembermánuðurinn hefur gengið mjög vel hjá okkur, laus við allt stress og börnin í göðu jafnvægi - Þó að mánuðinum fylgir alltaf einhver jólaspenningur.
Fréttir frá Koti
Hér á Koti er allt gott að frétta, börnin búin að vera hraust og kát í allt haust. Jólaundirbúningur gengur mjög vel og eru börnin búin að baka piparkökur, búa til jólagjafir og skreyta deildina........bara gera allt jólalegt.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nýja árið hófst með smá fjöri hér á koti með þeim afleiðingum að Guðbjörg verður frá í nokkrar vikur ökklabrotinn en er þó kominn í liðinn. Vonum bara að hún jafni sig sem fyrst og komi hress og kát til okkar.