Í dag er leikskólinn lokaður. vegna skipulagsdags. Allir skólar í Seljahverfi eru með skipulagsdag í dag.
Breiðholtsbylgjan er starfsdagur fyrir fólk sem starfar á vegum borgar, ríkis og félagasamtaka í Breiðholti.
Á starfsdeginum eru fjölbreyttar smiðjur í boði. Yfirmenn starfsstaða upplýsa sitt fólk um dagskrá og fyrirkomulag.
Tilgangur Breiðholtsbylgjunnar er að styrkja þverfaglegt samstarf og skapa samstarfvettvang fyrir starfsmenn sem vinna með íbúum í Breiðholti. Ætlunin er að sá vettvangur nýtist til að miðla reynslu og þekkingu á hugmyndum og aðferðum sem starfsfólk hefur aflað sér í sínum störfum. Hvatt er til þess að starfsfólk nýti Breiðholtsbylgjuna til framþróunar. Þannig megi tileinki sér nýjar aðferðir eða opna á hugmyndir sem síðar mótist í ný verkefni.
Rangárseli 15, 109 Reykjavík
411-6500
seljakot@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning