Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt:að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi
Árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Í Seljakoti ætlum við að vera með vasaljósadag í tilefni dagsins. Börnin mega koma með vasaljós að heiman í dag.
Í dag fimmtudag erum við með skipulagsdag. Þá opnar leikskólinn klukkan 12:30
Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.
Í dag fáum við saltkjöt og baunir í hádegismatinn.
Það er mikið fjör á Öskudeginum í Seljakoti. Kennarar byrja oftast á því að vera með leikrit. Næst er kötturinn sleginn úr tunnunni. Svo er dansað og dansað. Í hádeginu er svo pulsupartý.
Kæru mömmur og ömmur
Í tilefni af konudeginum sunnudaginn 18. febrúar langar okkur að bjóða mömmum og ömmum að borða morgunverð með okkur mánudaginn 19. febrúar.
Morgunverðurinn verður á borðum frá kl: 8:15-9:15
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja frá öllum í Seljakoti.
Rangárseli 15, 109 Reykjavík
411-6500
seljakot@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning