Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um að þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.
Stoppleikhópurinn hefur hafið sýningar á jólaleikritinu Jólin hennar Jóru eftir Eggert Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur. Verkið var frumsýnt í desember í fyrra við miklar vinsældir en sýningar urðu þá 25.
Jólaævintýrið Jólin hennar Jóru er unnið undir áhrifum fra þjóðsögunum. Þar segir frá Jóru litlu en hún er tröllastelpa sem býr í fjöllunum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps sem er aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um.
Nú í desember eru fyrirhugaðar 21 sýning á leikritinu. Sýnt er í leik og grunnskólum, bókasöfnum og kirkjum.
Höfundar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikstjóri: Sigurþór Albert Heimisson.
Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Leikhópurinn.
Gítarleikur: Edwin Kaaber.
Í dag baka börnin í Seljakoti piparkökur.
Í dag er Jólaball í Seljakoti.
Jólaballið er haldið í Seljakirkju en börnin mæta í Seljakot og fara með kennurunum yfir í kirkjuna.
Við dönsum í kringum jólatréð og það kemur jólasveinn í heimsókn.
Í hádeginu er jólamatur.
Í dag er rauður dagur í Seljakoti.
Þá mega börnin mæta í einhverju rauðu í leikskólann.
Aðventukaffi verður haldið í Seljakoti þann 15. desember. Þá verðum við með kaffi og með því og piparkökur sem börnin hafa bakað. 8:30-9:30
Hlökkum til að sjá ykkur
kveðja kennarar í Seljakoti
Í Seljakoti er alltaf einu sinni á aðventunni höfð kaffihúsastemning á öllum deildum. Og í dag er sá dagur, þá er boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu og kakó drukkið með. Þetta er alltaf rosalega gaman og mjög jólalegt. Jóladúkar lagðir á borð og allir fara sjálfkrafa í jólaskap.
Í dag er jóladagur. Þá er leikskólinn lokaður
Í dag er annar dagur jóla. Þá er leikskólinn lokaður.
Rangárseli 15, 109 Reykjavík
411-6500
seljakot@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning