Viðburðir í 'Skóladagatal'

Prenta
Viðburðir í 'Skóladagatal'
Föstudagur, Maí 20, 2022

Viðburðartitill

Dagsetning

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Bangsa og náttfatadagur
27 október er alþjóðlegi bangsadagurinn,

börnin mega koma með bangsa eða annað tuskudýr í leikskólann í dag.

Fös. 27 Okt, 2017
This event does not repeat

Skipulagsdagur Breiðholtsbylgan

Í dag er leikskólinn lokaður. vegna skipulagsdags. Allir skólar í Seljahverfi eru með skipulagsdag í dag. 

Breiðholtsbylgjan er starfsdagur fyrir fólk sem starfar á vegum borgar, ríkis og félagasamtaka í Breiðholti. 

Á starfsdeginum eru fjölbreyttar smiðjur í boði. Yfirmenn starfsstaða upplýsa sitt fólk um dagskrá og fyrirkomulag.

Tilgangur Breiðholtsbylgjunnar er að styrkja þverfaglegt samstarf og skapa samstarfvettvang fyrir starfsmenn sem vinna með íbúum í Breiðholti. Ætlunin er að sá vettvangur nýtist til að miðla reynslu og þekkingu á hugmyndum og aðferðum sem starfsfólk hefur aflað sér í sínum störfum. Hvatt er til þess að starfsfólk nýti Breiðholtsbylgjuna til framþróunar. Þannig megi tileinki sér nýjar aðferðir eða opna á hugmyndir sem síðar mótist í ný verkefni.

Fös. 3 Nóv, 2017
This event does not repeat

Baráttudagur gegn einelti

Í dag 8. nóvember er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi.  Landsmenn eru hvattir til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum.  Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum, skólabrag og starfsanda.

Sýnum hvort öðru gagnkvæma virðingu í samskiptum, verum góð fyrirmynd og eyðum einelti.

Mið. 8 Nóv, 2017
This event does not repeat

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.

Fim. 16 Nóv, 2017
This event does not repeat

Fullveldisdagurinn

Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um að þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.

Fös. 1 Des, 2017
This event does not repeat

Leiksýning

Stoppleikhópurinn hefur hafið sýningar á jólaleikritinu Jólin hennar Jóru eftir Eggert Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur. Verkið var frumsýnt í desember í fyrra við miklar vinsældir en sýningar urðu þá 25.

Jólaævintýrið Jólin hennar Jóru er unnið undir áhrifum fra þjóðsögunum. Þar segir frá Jóru litlu en hún er tröllastelpa sem býr í fjöllunum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps sem er aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um.

Nú í desember eru fyrirhugaðar 21 sýning á leikritinu. Sýnt er í leik og grunnskólum, bókasöfnum og kirkjum.

Höfundar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikstjóri: Sigurþór Albert Heimisson.
Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Leikhópurinn.
Gítarleikur: Edwin Kaaber.

Mán. 4 Des, 2017 9:30 - 11:00
This event does not repeat

Piparkökubakstur

Í dag baka börnin í Seljakoti piparkökur.

Mið. 6 Des, 2017
This event does not repeat

Jólaball kl:9:15

Í dag er Jólaball í Seljakoti. 

Jólaballið er haldið í Seljakirkju en börnin mæta í Seljakot og fara með kennurunum yfir í kirkjuna. 

Við dönsum í kringum jólatréð og það kemur jólasveinn í heimsókn. 

Í hádeginu er jólamatur. 

Þri. 12 Des, 2017 9:15 - 10:15
This event does not repeat

Rauður dagur

Í dag er rauður dagur í Seljakoti.

Þá mega börnin mæta í einhverju rauðu í leikskólann.

Fös. 15 Des, 2017
This event does not repeat

Aðventukaffi

Aðventukaffi verður haldið í Seljakoti þann 15. desember. Þá verðum við með kaffi og með því og piparkökur sem börnin hafa bakað. 8:30-9:30

Hlökkum til að sjá ykkur

kveðja kennarar í Seljakoti

Fös. 15 Des, 2017 8:30 - 9:30
This event does not repeat

Kaffihúsastemning

Í Seljakoti er alltaf einu sinni á aðventunni höfð kaffihúsastemning á öllum deildum. Og í dag er sá dagur, þá er boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu og kakó drukkið með. Þetta er alltaf rosalega gaman og mjög jólalegt. Jóladúkar lagðir á borð og allir fara sjálfkrafa í jólaskap.

Þri. 19 Des, 2017 14:30 - 16:30
This event does not repeat

Skipulagsdagur

Í dag er skipulagsdagur í Seljakoti. Þá er leikskólinn lokaður.

Mið. 10 Jan , 2018
This event does not repeat

Bóndadagsboð

Í dag bjóðum við pöbbum og öfum í hafragraut og slátur í tilefni af bóndadeginum.

Fös. 19 Jan , 2018 8:15 - 9:15
This event does not repeat

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt:að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi

Fös. 2 Feb , 2018
This event does not repeat

Dagur leikskólans

Árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Í Seljakoti ætlum við að vera með vasaljósadag í tilefni dagsins. Börnin mega koma með vasaljós að heiman í dag.

Þri. 6 Feb , 2018
This event does not repeat

Skipulagsdagur

Í dag fimmtudag erum við með skipulagsdag. Þá opnar leikskólinn klukkan 12:30

Fim. 8 Feb , 2018 7:30 - 12:30
This event does not repeat

Bolludagur

Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.

Mán. 12 Feb , 2018
This event does not repeat

Sprengidagur

Í dag fáum við saltkjöt og baunir í hádegismatinn. 

Þri. 13 Feb , 2018 11:00 - 12:00
This event does not repeat

Öskudagur

Það er mikið fjör á Öskudeginum í Seljakoti. Kennarar byrja oftast á því að vera með leikrit. Næst er kötturinn sleginn úr tunnunni. Svo er dansað og dansað. Í hádeginu er svo pulsupartý.

Mið. 14 Feb , 2018
This event does not repeat

Konudagskaffi

Kæru mömmur og ömmur
Í tilefni af konudeginum sunnudaginn 18. febrúar langar okkur að bjóða mömmum og ömmum að borða morgunverð með okkur mánudaginn 19. febrúar. 
Morgunverðurinn verður á borðum frá kl: 8:15-9:15

Hlökkum til að sjá ykkur 
Kveðja frá öllum í Seljakoti.

Mán. 19 Feb , 2018 8:15 - 9:15
This event does not repeat