Árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Í Seljakoti ætlum við að vera með vasaljósadag í tilefni dagsins. Börnin mega koma með vasaljós að heiman í dag.
Rangárseli 15, 109 Reykjavík
411-6500
seljakot@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning