Aðlögun 2020
Nú eru öll börn sem verða í Seljakoti þetta skólaárið byrjuð og hefur aðlögun haustsins gengið vel. Vissulega heyrist stundum grátur en oftast er mikil gleði og hamingja. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast breyttum aðstæðum og því gefum við okkur góðan tíma í að mynda traust á milli allra. Mikilvægt er að finna öryggi og tilheyra hópnum. Með því verður allt nám auðveldara og börnin fara fyrr að tileinka sér nýja færni og vitneskju - allt í gegnum leikinn auðvitað. Hópastarf, málörvunarhópar, hreyfistundir, vettvangsferðir og annað skipulagt starf er byrjað af fullum krafti og gaman er að ganga um skólann og fylgjast með áhugasömum börnum við leik og starf. Vegna Covid höfum við ákveðið að bíða með Flakk (hét áður Flæði) fram til áramóta allavega til þess að passa uppá blöndun þvert á húsin. Hlökkum til samstarfsins í vetur 😊
Útskrift 2020
Útskrift elstu barnanna fór fram 18. júní og tókst með ágætum. Börnin stóðu sig afar vel og kynntu útskriftarverkefnin sín hvert á fætur öðru ásamt því að syngja nokkur lög og það voru stoltir foreldrar, ömmur og afar sem fylgdust með athöfninni.
Sumarlokun í Seljakoti 2020
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 8. júlí - 5. ágúst, báðir dagar meðtaldir. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 6. ágúst.
Nýu húsin komin
Þeir eru búnir að vera spennandi undanfarnir dagar í Seljakoti. Á Mánudaginn var komu húsin á tveimur vörubílum. Börnin fylgdust spennt með framgangi mála.