Sumarlokun sumarið 2022
Góðan daginn kæru forráðamenn
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 11. júli - 8. ágúst, báðir dagar meðtaldir þ.e. leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 9. ágúst.
Bestu kveðjur Sigríður og Ragnheiður
Útskriftaferð í Viðey
Á mánudaginn fór útskriftarhópurinn í útskriftarferð í Viðey. Farið var með rútu að Viðeyjarferjunni og ferjan tekin yfir. Labbað um eyjuna, leikið, grillaðar pylsur og fengu börnin prins póló og sápukúlur :) Veðrið var ekki alveg það besta þennan dag en börn og kennarar létu það ekki á sig fá.
Borðað úti
Í gær miðvikudag borðuðum við úti síðdegishressingu í fyrsta sinn í sumar. Bíðum spennt eftir fleiri svona dögum á komandi sumri. 😎
Minnum á að setja sólarvörn á börnin heima áður en þau koma í leikskólann. Börn eru viðkvæmari fyrir skaða af völdum sólar en fullorðnir. Því þarf sérstaklega að gæta að sólarvörnum barna. Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum milli apríl og september. Sólin er sterkust kl. 13 og stór hluti varasamrar geislunar dagsins á sér stað milli kl. 10 og 16. Minnum á að koma með sólarvörn í leikskólann í roll on formi. Merkt með nafni barns.
Sumarlokun sumarið 2021
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 14. júlí - 11. ágúst, báðir dagar meðtaldir. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 12. ágúst.
Aðlögun 2020
Nú eru öll börn sem verða í Seljakoti þetta skólaárið byrjuð og hefur aðlögun haustsins gengið vel. Vissulega heyrist stundum grátur en oftast er mikil gleði og hamingja. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast breyttum aðstæðum og því gefum við okkur góðan tíma í að mynda traust á milli allra. Mikilvægt er að finna öryggi og tilheyra hópnum. Með því verður allt nám auðveldara og börnin fara fyrr að tileinka sér nýja færni og vitneskju - allt í gegnum leikinn auðvitað. Hópastarf, málörvunarhópar, hreyfistundir, vettvangsferðir og annað skipulagt starf er byrjað af fullum krafti og gaman er að ganga um skólann og fylgjast með áhugasömum börnum við leik og starf. Vegna Covid höfum við ákveðið að bíða með Flakk (hét áður Flæði) fram til áramóta allavega til þess að passa uppá blöndun þvert á húsin. Hlökkum til samstarfsins í vetur 😊