Þriðja árið í röð höldum við upp á Hrekkjavöku hér í Seljakoti. Okkur finnst þetta skemmtileg hefð.
Við vinnum með Hrekkjavökuna í flæði þar sem við búum til ógurleg skrímsli, leðurblökur og fleira sem okkur dettur í hug. Á sjálfum deginum koma börn og kennarar í búningum, við erum búin að skreyta skólann hátt og lágt. Höldum ball í salnum og fáum saltstangir.